
Frá vettvangi síðdegis í dag. Ljósm. aðsend
Harður árekstur en ekki alvarleg slys
Árekstur tveggja bíla varð á Vesturlandsvegi við Akrafjallsveg í Hvalfjarðarsveit um klukkan 16 í dag. Stöðva þurfti umferð um veginn í báðar áttir meðan viðbragðsaðilar voru að störfum. Umferð var beint um hjáleið. Myndaðist löng bílaröð beggja vegna slysstaðar enda margir á ferðinni í helgarbyrjun. Lögregla staðfesti í samtali við Vísi að enginn hafi slasast alvarlega.