Fréttir
Magnús Guðmundsson verkstjóri hjá Stéttafélaginu sem annast viðgerðir á Suðurgötunni. Ljósm. mm

Suðurgata lokuð í nokkra daga vegna viðgerða

Lokað er fyrir umferð um hluta Suðurgötu á Akranesi vegna viðgerða sem tengjast regnvatnslögnum undir götunni. Einungis tvö ár eru síðan skipt var um allar lagnir en nýverið kom í ljós að ekki hafði verið valið rétt efni til að leggja undir rörin, sem eru úr plasti. Því þurfti að grafa götuna upp á tveimur mislöngum köflum, 45 metrum og fimm metrum. Sett er nýtt og hreinna efni undir lögnina, þjappað og skipt um rörin. Magnús Guðmundsson er verkstjóri hjá Stéttafélaginu sem annast viðgerðir. Hann kveðst í samtali við Skessuhorn vongóður um að verkinu verði lokið eftir viku, í lok næstu viku.

Suðurgata lokuð í nokkra daga vegna viðgerða - Skessuhorn