
Tekið á móti Óðni. Ljósm. af
Óðinn er nú í Ólafsvík
Safnskipið Óðinn kom til Ólafsvíkur í morgun en áður en skipið lagðist að bryggju var haldin minningarathöfn á víkinni. Voru bátar frá Ólafsvík og Rifi sem tóku þátt í athöfn þar sem látinna sjómanna var minnst. Óðinn verður til sýnis fyrir almenning í dag þar sem nú þegar er fjölmenni að skoða skipið. Óðinn mun svo fara frá Ólafsvík á morgun.