Fréttir
Þarna voru 1800 fiskar sem fengust í eina netatrossu og er myndin tekin um borð í Halldóri Jónsyni sem var gerður út af Stakkholti hf.

Grúskað í myndasafni frá sjómennsku liðinna ára – myndasyrpa

Sem betur fer hefur í gegnum tíðina verið reynt að taka ljósmyndir af störfum fólks til sjós og lands. Þannig hafa ómetanlegar heimildir varðveist. Engu að síður þótti það ekki alltaf vinsælt þegar myndavélin var sett á loft út við sjávarsíðuna. Á þeim tíma þótti það jafnvel boða slæma veiði ef menn væru að grobba sig og sitja fyrir á myndum. Alfons Finnsson og foreldrar hans, þau Finnur heitinn Gærdbo og Svafa Alfonsdóttir í Ólafsvík, hafa alla tíð verið dugleg að safna heimildum um lífið til sjós. Alfons er enn að, eins og lesendur Skessuhorns þekkja vel. Í myndasafni Svöfu og Finns er að finna þúsundir ljósmynda sem geymst hafa ýmist á pappír eða filmum en hluti þess safns hefur nú verið skannað inn í tölvu til vinnslu og varðveislu. Fonsi segist sjálfur ætla að hafa það sem hobbý þegar á efri árin kemur að vinna meira í þessu dýrmæta myndasafni hans og foreldranna. Hér er sýnishorn af myndum úr safni fjölskyldunnar. Nokkrar eru frá síldveiðum á árunum 1960 til 1963 og eru teknar víða um land þar sem síldarbátar voru. Elstu myndirnar eru frá 1957 en sú yngsta er frá liðinni viku.

Grúskað í myndasafni frá sjómennsku liðinna ára - myndasyrpa - Skessuhorn