Fréttir

true

Bikblæðingar víða á vegum

Vegagerðin setti út viðvörun í morgun en vart hefur orðið við bikblæðingum í sunnanverðum Hvalfirði, Snæfellsnesvegi við Kaldármela, Borgarfirði upp að Holtavörðuheiði, á Bröttubrekku og norðan Búðardals. Vegagerðin biður vegfarendur um að sýna aðgát og að draga úr hraða.Lesa meira

true

Annir í sjóbjörgun á Jóni Gunnlaugssyni

Sjóbjörgunarflokkur Björgunarfélags Akraness hefur haft í nægu að snúast í vor og framan af sumri. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hafa á þessu ári næstflest útköll á björgunarbáta við strendur landsins verið á Jón Gunnlaugsson, björgunarskip félagsins. Í gærdag sótti Jón Gunnlaugsson vélarvana skemmtibát sem staddur var suður af Akrafjalli. Í morgun barst síðan útkall, sem enn…Lesa meira

true

Eigendur katta hvattir til að sýna ábyrgð á varptíma fugla

Fuglavernd, Kattavinafélag Íslands, Dýraverndarsamband Íslands, Dýraþjónusta Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hvetja kattaeigendur til að sýna ábyrgð og taka tillit til fuglalífs með því að reyna að lágmarka fugladráp katta sinna á varptíma fugla. „Nú er vorið komið með tilheyrandi fuglasöng en varptími fugla er hafinn og stendur yfir frá maí fram í ágúst. Þetta…Lesa meira

true

Fjölmenni á minningarmóti í skák í Klifi

Síðastliðinn laugardag var haldið í Klifi í Ólafsvík minningarmót í skák um þá Gunnar Gunnarsson og Óttó Árnason, en þeir stofnuðu Taflfélag Ólafsvíkur í janúar 1964 og voru auk þess í hópi stofnenda Ungmennafélagsins Víkings. Um stórt skákmót var að ræða en keppendur voru 97 og gestir sem litu við um 200. Á mótinu fékk…Lesa meira

true

„Oft ótrúlega erfitt að lesa í þessa deild“

Rætt við Brynjar Kristmundsson þjálfara Víkings Ó um komandi tímabil Víkingur Ólafsvík varð í fjórða sæti í 2. deild karla í knattspyrnu á síðasta tímabili. Víkingur er á sínu fjórða ári í röð í 2. deild og þjálfari liðsins í sumar er Brynjar Kristmundsson eins og síðustu tvö árin þar á undan. Blaðamaður Skessuhorns heyrði…Lesa meira

true

Lækka viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu

Fáar tilkynningar um dauða villtra fugla hafa borist Matvælastofnun undanfarna tvo mánuði og engir fuglar né spendýr greinst með skæða fuglainflúensu síðan um miðjan mars. „Í ljósi þess að nú eru flestir farfuglar komnir til landsins, og ekkert sem bendir til þess að fuglainflúensuveirur hafi borist með þeim, telur áhættumatshópur um fuglainflúensu óhætt að færa…Lesa meira

true

Fjölmenni á námskeiði í sjókajak – myndasyrpa

Það er margt um manninn á Arnarstapa á Snæfellsnesi um helgina þegar Sjókajakfélag Íslands, See kayak Iceland, stendur fyrir námskeiði. Alls eru 74 þátttakendur á námskeiðinu og þar af yfir 40 erlendir nemendur og nokkrir sem komu alla leið frá Afríku. Kennarar eru flestir amerískir. Að sögn hafnarvarðar er þetta fjölmennasta námskeið sem haldið hefur…Lesa meira

true

„Ég veit ekki betur en við séum Evrópumeistarar í að slást“

Rætt við Jóhönnu Vigdísi Pálmadóttur, 19 ára glímukonu úr Dölunum Jóhanna Vigdís Pálmadóttir hefur æft glímu frá sex ára aldri. Hún hefur verið kosin íþróttamanneskja UDN í þrjú skipti og hefur verið að glíma með landsliði Íslands frá árinu 2023. Nýverið kom Jóhanna heim með Evrópumeistaratitil í Gouren, en það er hefðbundinn glímustíll frá Bretagne,…Lesa meira

true

Sumar á Skaga – Myndasyrpa

Það var ekki hægt annað í morgun en að stelast út af skrifstofunni og kíkja út í blíðuna til að fagna fyrsta alvöru sumardeginum á Skipaskaga þetta sumarið. Blaðamaður Skessuhorns fór smá hjólarúnt og kíkti við á leik- og grunnskólum bæjarins til að fanga stemninguna. Hún var góð og ekki að sjá annað en börnin…Lesa meira

true

Fræðst um jarðhræringar í Ljósufjallakerfinu

Íbúar upplýstir um aukna skjálftavirkni og mögulega náttúruvá Um eitt hundrað manns mættu í Hjálmaklett í Borgarnesi í gærkvöldi til að hlýða á erindi Ara Trausta Guðmundssonar jarðfræðings um jarðhræringar í Ljósufjallakerfinu. Þar hefur jarðskjálftum fjölgað gríðarlega á þessu ári og margir sem hafa áhyggjur af því að þessi forna eldstöð sé nú að vakna…Lesa meira