Fréttir
Kettir með litríka kraga drepa mun færri fugla en kettir án kraga. Ljósm. Fuglavernd

Eigendur katta hvattir til að sýna ábyrgð á varptíma fugla

Fuglavernd, Kattavinafélag Íslands, Dýraverndarsamband Íslands, Dýraþjónusta Reykjavíkur og Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hvetja kattaeigendur til að sýna ábyrgð og taka tillit til fuglalífs með því að reyna að lágmarka fugladráp katta sinna á varptíma fugla. „Nú er vorið komið með tilheyrandi fuglasöng en varptími fugla er hafinn og stendur yfir frá maí fram í ágúst. Þetta er viðkvæmur tími hjá fuglunum en fjöldi fugla kemur hingað til lands í þeim tilgangi að fjölga sér. Fuglarnir gera sér hreiður og liggja á eggjum í 2-3 vikur áður en eggin klekjast og ungarnir skríða út og gaman að fylgjast með öllu ferlinu. Kettir eru rándýr og mikilvægt að kattaeigendur hugi að því að kettir þeirra valdi ekki fugladauða,“ segir í tilkynningu.

Eigendur katta hvattir til að sýna ábyrgð á varptíma fugla - Skessuhorn