Fréttir
Sigurvegarar í opna flokknum. F.v. Tryggvi Leifur Óttarsson formaður Taflfélags Snæfellsbæjar, þá Bragi Þorfinnsson sem varð í þriðja sæti með sex vinninga, Jóhann Hjartarson stórmeistari sigurvegari á mótinu með sjö vinninga og Vignir Vatnar Stefánsson sem varð í öðru sæti með 6,5 vinninga. Ljósmyndir: af

Fjölmenni á minningarmóti í skák í Klifi

Síðastliðinn laugardag var haldið í Klifi í Ólafsvík minningarmót í skák um þá Gunnar Gunnarsson og Óttó Árnason, en þeir stofnuðu Taflfélag Ólafsvíkur í janúar 1964 og voru auk þess í hópi stofnenda Ungmennafélagsins Víkings. Um stórt skákmót var að ræða en keppendur voru 97 og gestir sem litu við um 200.

Fjölmenni á minningarmóti í skák í Klifi - Skessuhorn