Fréttir
Björgunarskipið Jón Gunnlaugsson. Ljósm. gsv

Annir í sjóbjörgun á Jóni Gunnlaugssyni

Sjóbjörgunarflokkur Björgunarfélags Akraness hefur haft í nægu að snúast í vor og framan af sumri. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hafa á þessu ári næstflest útköll á björgunarbáta við strendur landsins verið á Jón Gunnlaugsson, björgunarskip félagsins. Í gærdag sótti Jón Gunnlaugsson vélarvana skemmtibát sem staddur var suður af Akrafjalli. Í morgun barst síðan útkall, sem enn er í gangi, vegna vélarvana báts á Faxaflóa.

Annir í sjóbjörgun á Jóni Gunnlaugssyni - Skessuhorn