Fréttir

true

Þrjár listakonur opna samsýninguna Hughrifin okkar

Sýningin Hughrifin okkar verður opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi laugardaginn 17. maí klukkan 14. Að sýningunni standa þrjár listakonur sem allar búa í Borgarbyggð. Það eru þær Snjólaug Guðmundsdóttir, Hulda Biering og Svanheiður Ingimundardóttir. „Þær hafa allar mikla reynslu og fjölbreytta menntun á sviði lista og leita víða fanga í listsköpunn sinni. Áhugi á…Lesa meira

true

Framkvæmdir í sundlauginni í Stykkishólmi

Vegna framkvæmda er útisvæðið við Sundlaug Stykkishólms lokað. Framkvæmdir hófust 5. maí síðastliðinn og var upphaflega gert ráð fyrir að þessum fyrsta áfanga yrði lokið fyrir 8. maí. Nú liggur fyrir að verkið tekur lengri tíma og sundlaugin verður lokuð á meðan. Opnað verður eins fljótt og auðið er og allt kapp lagt á að…Lesa meira

true

Gaddavír mun spila á stærstu metal-rokk hátíð í Evrópu

Hljómsveitin Gaddavír frá Akranesi tók þátt og sigraði í metal-rokk keppni sem fram fór í Iðnó í Reykjavík á laugardaginn. Alls voru sjö hljómsveitir sem tóku þátt en sigur veitir Gaddavír þátttökurétt á hátíðinni Wacken Open Air í Þýskalandi í sumar. Þar koma fram fjölmargar alþjóðlegar hljómsveitir og keppa um að komast í sviðsljós fjölmiðla.…Lesa meira

true

Ákærðir fyrir sérlega hættulega líkamsárás

Tveir ungir menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á mann á þrítugsaldri í skógræktinni við Klapparholt á Akranesi fyrir réttu ári síðan. Fréttavefurinn ruv.is greindi fyrst frá. Fram kemur í fréttinni að maðurinn hafi hlotið mörg beinbrot í árásinni sem var sögð sérstaklega hættuleg. Annar mannanna er á tuttugasta ári og hinn 22ja ára.…Lesa meira

true

Ráðuneytið hafnar beiðni um að sleppa vítissóta í Hvalfjörð

„Til hamingju velunnarar Hvalfjarðar,“ er fyrirsögn tilkynningar sem birt var á vef Kjósarhrepps í gær. Þar er vísað til niðurstöðu utanríkisráðuneytisins þess efnis að ráðuneytið hafi úrskurðað um beiðni Rastar sjávarrannsóknaseturs og hafnað beiðni fyrirtækisins um leyfi til að sleppa vítissóta í Hvalfjörð. Málið hefur verið afar umdeilt meðal íbúa beggja vegna fjarðar frá því…Lesa meira

true

Egill mun sjá um hveititilraunir á Hvanneyri

Egill Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu við LbhÍ á Hvanneyri. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans. Egill er búfræðingur og með BS próf í búvísindum frá LbhÍ. Hann starfaði sem bústjóri Hvanneyrarbúsins frá árinu 2015 og fram á þetta vor. Egill mun hafa umsjón með hveititilraunum sem er hluti…Lesa meira

true

Löður opnar þvottastöð í Borgarnesi á næsta ári

Löður heldur áfram að auka þjónustu á landsbyggðinni og vinnur nú að uppbyggingu á nýrri snertilausri sjálfsafgreiðslustöð við Brúartorg 6 í Borgarnesi. Þar verður boðið upp á háþrýstiþvott með sérvöldum efnum til að tryggja endingu bílsins og verður stöðin opin allan sólarhringinn. „Það er tilhlökkun hjá okkur að opna í Borgarnesi. Orkan er nágranni okkar…Lesa meira

true

Keppt í fjórum flokkum á Héðinsmótinu í bekkpressu

Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í íþróttahúsið í Ólafsvík á laugardaginn til þess að fylgjast með Héðinsmótinu í bekkpressu sem haldið er til minningar um Héðin Magnússon sjómann. Mótið er haldið af líkamsræktarstöðinni Sólarsporti. Alls voru 19 keppendur sem tóku þátt í þessu móti og voru þeir á aldrinum 14 til 49 ára. Keppt var…Lesa meira

true

Guðbjarni öflugur í sínu fyrsta landsliðsverkefni

Guðbjarni Sigþórsson sundmaður úr ÍA stóð sig vel í sínu fyrsta verkefni með landsliði Íslands í sundi, þegar hann keppti á Taastrup Open í Danmörku um helgina. Guðbjarni tryggði sér gullverðlaun í 50 metra skriðsundi á tímanum 24,13 sekúndur. Hann vann svo bronsverðlaun í 200 metra skriðsundi, þar sem hann synti á tímanum 1:59,45. Loks…Lesa meira

true

Erill á sunnudegi við höfnina

Það var mikið um að vera á höfninni í Grundarfirði í gær. Skemmtiferðaskipið Fridtjof Nansen kom til hafnar um morguninn en það er annað skemmtiferðaskipið sem kemur þetta sumarið. Farþegar fóru í land og í fyrir fram skipulagðar ferðir um Snæfellsnes. Áður hafði Runólfur SH komið í land með fullfermi eftir stuttan túr. Sigurborg og…Lesa meira