Íþróttir

Guðbjarni öflugur í sínu fyrsta landsliðsverkefni

Guðbjarni Sigþórsson sundmaður úr ÍA stóð sig vel í sínu fyrsta verkefni með landsliði Íslands í sundi, þegar hann keppti á Taastrup Open í Danmörku um helgina. Guðbjarni tryggði sér gullverðlaun í 50 metra skriðsundi á tímanum 24,13 sekúndur. Hann vann svo bronsverðlaun í 200 metra skriðsundi, þar sem hann synti á tímanum 1:59,45. Loks átti Guðbjarni fyrsta sprettinn í 4x100 metra skriðsundsboðsundi, þar sem íslenska liðið sigraði og tryggði sér gullverðlaun.

Guðbjarni öflugur í sínu fyrsta landsliðsverkefni - Skessuhorn