
Framkvæmdir í sundlauginni í Stykkishólmi
Vegna framkvæmda er útisvæðið við Sundlaug Stykkishólms lokað. Framkvæmdir hófust 5. maí síðastliðinn og var upphaflega gert ráð fyrir að þessum fyrsta áfanga yrði lokið fyrir 8. maí. Nú liggur fyrir að verkið tekur lengri tíma og sundlaugin verður lokuð á meðan. Opnað verður eins fljótt og auðið er og allt kapp lagt á að klára framkvæmdina sem fyrst.