Íþróttir
Keppendur og aðstoðarmenn. Texti og myndir: AF

Keppt í fjórum flokkum á Héðinsmótinu í bekkpressu

Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í íþróttahúsið í Ólafsvík á laugardaginn til þess að fylgjast með Héðinsmótinu í bekkpressu sem haldið er til minningar um Héðin Magnússon sjómann. Mótið er haldið af líkamsræktarstöðinni Sólarsporti. Alls voru 19 keppendur sem tóku þátt í þessu móti og voru þeir á aldrinum 14 til 49 ára. Keppt var í fjórum flokkum; ungmennaflokki undir 18 ára, kvennaflokki og karlaflokkum í -100 kg og +100 kg. Þar var sjáanlegt að margir keppendur höfðu gaman að að taka þátt og skemmta sér vel.