Fréttir
Hafnarstarfsmennirnir Marinó Ingi Eyþórsson og Hafsteinn Garðarsson bíða rólegir eftir að Fridtjof Nansen leggi að. Texti og myndir: tfk

Erill á sunnudegi við höfnina

Það var mikið um að vera á höfninni í Grundarfirði í gær. Skemmtiferðaskipið Fridtjof Nansen kom til hafnar um morguninn en það er annað skemmtiferðaskipið sem kemur þetta sumarið. Farþegar fóru í land og í fyrir fram skipulagðar ferðir um Snæfellsnes. Áður hafði Runólfur SH komið í land með fullfermi eftir stuttan túr. Sigurborg og Farsæll lönduðu einnig fullfermi um morguninn. Seinnipartinn kom svo togarinn Viðey RE 50 og landaði góðum afla áður en skipið hélt á miðin aftur. Skipstjórinn á Viðey í þessum túr var Skagamaðurinn Jón Frímann Eiríksson en hann þekkir Grundarfjarðarhöfn eins og handarbakið á sér enda var hann búsettur í Grundarfirði til fjölda ára.

Erill á sunnudegi við höfnina - Skessuhorn