
Frá laugardagskvöldinu í Iðnó, þar sem hljómsveitin Gaddavír stóð uppi sem sigurvegari. Ljósm. Jenny Retschowski.
Gaddavír mun spila á stærstu metal-rokk hátíð í Evrópu
Hljómsveitin Gaddavír frá Akranesi tók þátt og sigraði í metal-rokk keppni sem fram fór í Iðnó í Reykjavík á laugardaginn. Alls voru sjö hljómsveitir sem tóku þátt en sigur veitir Gaddavír þátttökurétt á hátíðinni Wacken Open Air í Þýskalandi í sumar. Þar koma fram fjölmargar alþjóðlegar hljómsveitir og keppa um að komast í sviðsljós fjölmiðla.