Fréttir

Ráðuneytið hafnar beiðni um að sleppa vítissóta í Hvalfjörð

„Til hamingju velunnarar Hvalfjarðar,“ er fyrirsögn tilkynningar sem birt var á vef Kjósarhrepps í gær. Þar er vísað til niðurstöðu utanríkisráðuneytisins þess efnis að ráðuneytið hafi úrskurðað um beiðni Rastar sjávarrannsóknaseturs og hafnað beiðni fyrirtækisins um leyfi til að sleppa vítissóta í Hvalfjörð. Málið hefur verið afar umdeilt meðal íbúa beggja vegna fjarðar frá því það var kynnt á síðasta ári.

Ráðuneytið hafnar beiðni um að sleppa vítissóta í Hvalfjörð - Skessuhorn