Fréttir
F.v. Áslaug D. Benónýsdóttir, eigandi byggingafyrirtækisins RENY ehf., Stefán Broddi Guðjónsson sveitarstjóri Borgarbyggðar og Auður Daníelsdóttir forstjóri Löðurs. Ljósm. Löður.

Löður opnar þvottastöð í Borgarnesi á næsta ári

Löður heldur áfram að auka þjónustu á landsbyggðinni og vinnur nú að uppbyggingu á nýrri snertilausri sjálfsafgreiðslustöð við Brúartorg 6 í Borgarnesi. Þar verður boðið upp á háþrýstiþvott með sérvöldum efnum til að tryggja endingu bílsins og verður stöðin opin allan sólarhringinn. „Það er tilhlökkun hjá okkur að opna í Borgarnesi. Orkan er nágranni okkar á lóðinni sem er frábært fyrir viðskiptavini að geta þjónustað bílinn með ólíkar þarfir þó með einföldum og fljótlegum hætti. Snertilausa stöðin verður afkastamikil og gaman að geta boðið þessa þjónustu í bænum,“ segir Auður Daníelsdóttir, forstjóri Löðurs í samtali við Skessuhorn.

Löður opnar þvottastöð í Borgarnesi á næsta ári - Skessuhorn