Fréttir

true

Guðni Eiríkur í starf aðstoðarskólastjóra

Guðni Eiríkur Guðmundsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Snæfellsbæjar frá og með 1. ágúst næstkomandi. Á heimasíðu Snæfellsbæjar kemur fram að fjórar umsóknir bárust um starfið en Guðni er með víðtæka og mikla reynslu af skólastarfi, bæði sem kennari og stjórnandi, en hann hefur starfað í grunnskólum í 19 ár. Hann hefur kennt…Lesa meira

true

Góðir sigrar hjá Kára og Víkingi Ó. um helgina

Vesturlandsliðin Kári og Víkingur Ólafsvík náðu í sína fyrstu sigra í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Víkingur Ó. er í 3.-4. sæti ásamt Haukum með fjögur stig og Kári og Kormákur/Hvöt eru í 5.-6. sæti með þrjú stig eftir tvær umferðir. Efstu tvö liðin eru KFA og Þróttur Vogum með sex stig og…Lesa meira

true

Birna er nýr verkefnastjóri Reiðmannsins

Birna Tryggvadóttir Thorlacius hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra Reiðmannsins hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands. Tekur hún við starfinu af Randi Holaker. Endurmenntun LbhÍ býður upp á styttri sem lengri námskeið sem henta fólki í fullri vinnu en ávallt eru ákveðnir áfangar í staðarnámi við skólann opnir fyrir þá sem vilja endurmennta sig á ákveðnum sviðum.…Lesa meira

true

Sauðburður nú í fullum gangi

Sauðburður stendur nú sem hæst í sveitum landsins. Ef veður verður skaplegt á næstu dögum og vikum má búast við að sjá aukinn fjölda kinda með lömb sín úti, þar sem gróður er vel á veg kominn. Blaðamaður Skessuhorns kom við á bænum Álftartungu á Mýrum á föstudaginn. Þar höfðu um 60 kindur borið og…Lesa meira

true

Skagamenn gerðu ekki góða ferð á Hlíðarenda

Sjötta umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu var spiluð um helgina og á laugardagskvöldið tók Valur á móti ÍA á N1-vellinum á Hlíðarenda. Fyrir leik voru bæði lið með sex stig sem var frekar rýr uppskera eftir fimm leiki og ljóst að liðin gátu með sigri þokað sér upp í efri hluta deildarinnar. Valur og…Lesa meira

true

Landsnet kynnti drög að Kerfisáætlun fyrir Vesturland

Landsnet boðaði til fundar á Hótel Hamri á þriðjudag í liðinni viku en þar voru kynnt drög að nýrri Kerfisáætlun fyrirtækisins. Sambærilegir fundir hafa verið haldnir á nokkrum stöðum á landinu undanfarna daga. Áhersla var lögð á að kynna framkvæmdir sem skipta sköpum fyrir afhendingaröryggi og orkuskipti á Vesturlandi, þar á meðal Holtavörðuheiðarlína 1, Vegamótalína…Lesa meira

true

Ari Trausti fjallar um jarðhræringar í Ljósufjallakerfinu

Rótarýklúbbur Borgarnes, Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs og sveitarfélagið Borgarbyggð standa fyrir opnum fundi um jarðhræringarnar sem hafa verið í gangi á svokölluðu Ljósufjallakerfi. Frummælandi verður Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem eftir erindi sitt mun svara fyrirspurnum fundargesta. Fundurinn verður fimmtudaginn 15. maí í Hjálmakletti í Borgarnesi, hefst klukkan 20 og er öllum opinn. Aukin jarðskjálftavirkni hefur verið…Lesa meira

true

Kalla eftir tilnefningum um bæjarlistamann

Árlega útnefnir Akraneskaupstaður bæjarlistamann til eins árs í senn. Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar óskar nú eftir tillögum frá almenningi um bæjarlistamann Akraness árið 2025. Nefndin mun fara yfir allar tillögur sem berast og verða niðurstöður kynntar á Þjóðhátíðardaginn, þriðjudaginn 17. júní. „Fólk er hvatt til að kynna sér vel þær reglur sem í gildi eru…Lesa meira

true

Hilmar heiðraður fyrir störf að öryggismálum sjómanna

Á Landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldið var á Selfossi um helgina var Hilmar Snorrason, sem leiddi Slysavarnaskóla sjómanna í yfir 30 ár, heiðraður fyrir ævistarf sitt. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Landsbjargar afhenti Hilmari hluta úr stýri Sæbjargar, skólaskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem sett hefur verið á kopar platta. Meðfylgjandi texti er þar áletraður: „Hér er hluti…Lesa meira

true

Mála vegi á Snæfellsnesi í dag

Málningarbíllinn er á ferðinni í dag á Snæfellsnesi. Vegir verða málaðir frá Hellnum, um Útnesveg, Grundarfjörð, Vatnaleið og að Stykkishólmi. „Verið er að mála miðlínurnar og eru ökumenn beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi og passa að keyra ekki yfir nýmálaðar línurnar,“ segir í tilkynningu frá Vegegerðinni.Lesa meira