Fréttir
Viktor Jónsson skoraði eina mark ÍA á móti Val. Hér að fagna með félögum sínum gegn KA á dögunum. Ljósm. gbh

Skagamenn gerðu ekki góða ferð á Hlíðarenda

Sjötta umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu var spiluð um helgina og á laugardagskvöldið tók Valur á móti ÍA á N1-vellinum á Hlíðarenda. Fyrir leik voru bæði lið með sex stig sem var frekar rýr uppskera eftir fimm leiki og ljóst að liðin gátu með sigri þokað sér upp í efri hluta deildarinnar. Valur og ÍA mættust í lokaleiknum á síðasta tímabili þar sem Valsarar unnu stórsigur, 6-1. Skagamenn gerðu eina breytingu á liðinu frá sigrinum gegn KA, Rúnar Már Sigurjónsson kom inn í liðið og Guðfinnur Þór Leósson fékk sér sæti á bekknum.

Skagamenn gerðu ekki góða ferð á Hlíðarenda - Skessuhorn