
Lömb í Álfartungu á Mýrum. Ljósm. hig
Sauðburður nú í fullum gangi
Sauðburður stendur nú sem hæst í sveitum landsins. Ef veður verður skaplegt á næstu dögum og vikum má búast við að sjá aukinn fjölda kinda með lömb sín úti, þar sem gróður er vel á veg kominn. Blaðamaður Skessuhorns kom við á bænum Álftartungu á Mýrum á föstudaginn. Þar höfðu um 60 kindur borið og allt gengið vel fyrir sig, að sögn bændanna Svanhildar Svansdóttur og Sigurðar Arilíussonar. Sauðburður á bænum Snorrastöðum hefur einnig gengið vel. Kristján Magnússon bóndi opnaði inn í geitahúsið á bænum og út komu sprækir kiðlingar sem fengu óskipta athygli blaðamanns.