Fréttir

true

Hrepptu gull á öldungamóti í blaki

Öldungamótið í blaki fór fram í Kópavogi fyrstu þrjá dagana í maí. Þar öttu kappi mörg virðulegustu blaklið landsins en mótið er ætlað heldri iðkendum eins og nafnið gefur til kynna. Af þveim voru þrjú kvennalið af Snæfellsnesi og tvö frá Akranesi. Liðin stóðu sig vel og var gleðin í fyrirrúmi þó að keppnisskapið hafi…Lesa meira

true

Hreyfing og útivera í sumar

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hreyfing hefur mikil og jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Að vera úti; anda að sér fersku og súrefnisríku lofti, njóta einveru eða samveru en að sama skapi að hreyfa sig, njóta náttúrnnar og útivistar hefur gríðarlega jákvæð áhrif á heilsuna. Skessuhorn hafði samband við nokkra einstaklinga…Lesa meira

true

Reisa og grafa í Borgarnesi

Framkvæmdir eru víða í gangi í Borgarnesi um þessar mundir. Þrjú fjölbýlishús eru nú í byggingu, stórframkvæmdir við nýtt íbúðahverfi, framkvæmdir við Vallarás, rannsóknir Vegagerðar vegna færslu þjóðvegar upp með landi og svo mætti lengi telja. Úti í Brákarey er byrjað að grafa upp í kringum framkvæmdasvæðið, en niðurrif er framundan á mörgum húsunum sem…Lesa meira

true

Mjólk hækkar um 1,9% til bænda

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda og heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Tekur hækkun gildi 12. maí. Lágmarksverð fyrsta flokks af mjólk til bænda hækkar um 1,90% fer úr 136,93 í 139,53 kr./ltr. Heildsöluverð mjólkur og mjólkurvara sem nefndin verðleggur hækkar um 1,96%. „Hækkun lágmarksverðs mjólkur til bænda…Lesa meira

true

Garðyrkjubændur geta sótt um fjárfestingarstyrki til orkusparnaðar

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur gert breytingu á reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð og falið sjóðnum að veita garðyrkjubændum sérstakan fjárfestingarstuðning í þágu bættrar orkunýtni og orkusparnaðar. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrkina á vef Loftslags- og orkusjóðs. Þetta er í fyrsta skipti í áratugi sem stjórnvöld ráðast í…Lesa meira

true

Dagur ráðinn í starf verkefnastjóra í Stykkishólmi

Dagur Emilsson hefur verið ráðinn í starf verkefnastjóra framkvæmda og eigna hjá Sveitarfélaginu Stykkishólmi en starfið var auglýst í vor. Dagur lauk meistaraprófi í húsasmíði frá Tækniskólanum í Reykjavík árið 2009 og hefur sinnt bæði nýsmíði og viðhaldi á íbúða- og atvinnuhúsnæði í gegnum árin. Frá árinu 2018 hefur hann starfað fyrir Þ.B. Borg trésmiðju.…Lesa meira

true

Ný reglugerð um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni

Drög að nýrri reglugerð um frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og byggir á lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Sveitarfélög skulu samkvæmt lögunum bjóða fötluðum börnum og ungmennum upp á sértæka frístundaþjónustu eftir að reglubundnum skóladegi þeirra lýkur og eftir atvikum áður en dagleg…Lesa meira

true

Leikskólabörn kíktu í heimsókn

Leikskóladeild Auðarskóla í Dölum er að læra um „atvinnu“ þessa dagana og kom því nýverið í heimsókn í Stjórnsýsluhúsið í Búðardal. Fram kemur á FB síðu Dalabyggðar að þetta hafi verið góð og skemmtileg heimsókn frá kurteisum og forvitnum krökkum. Þau skoðuðu fundaherbergið, fengu að kíkja inn á verkfund vegna íþróttamannvirkjanna og skrifstofur hjá starfsmönnum.…Lesa meira

true

Skagakonur með góðan sigur á Aftureldingu

ÍA og Afturelding áttust við í 2. umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og var viðureignin í Akraneshöllinni að viðstöddum yfir tvö hundruð áhorfendum. Í fyrstu umferðinni töpuðu bæði lið 3-1 og voru því í leit að sínum fyrstu stigum í deildinni. Skagakonur mættu grimmar til leiks, leikurinn fór að mestu fram á vallarhelmingi…Lesa meira

true

Ýmis óhöpp í umferðinni

Reiðhjólaslys varð á Snæfellsnesi í vikunni sem leið. Þar féll einstaklingur af reiðhjóli og hlaut höfuðáverka. Viðkomandi var ekki með hjálm en eftir skoðun voru meiðsli ekki talin alvarleg. Bifreið hafnaði utan vegar á Snæfellsnesi. Bifreiðin skemmdist mikið en enginn slasaðist. Ekið var á skilti og ljósastaur í Borgarnesi en ekki urðu slys á fólki.…Lesa meira