
Skonsudalur á Snæfellsnesi og hundurinn Malla. Texti og samantekt: Hafþór Ingi
Hreyfing og útivera í sumar
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að hreyfing hefur mikil og jákvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Að vera úti; anda að sér fersku og súrefnisríku lofti, njóta einveru eða samveru en að sama skapi að hreyfa sig, njóta náttúrnnar og útivistar hefur gríðarlega jákvæð áhrif á heilsuna. Skessuhorn hafði samband við nokkra einstaklinga á Vesturlandi og spurði eftir helstu ástæðum þeirra fyrir útivist og hreyfingu.