Fréttir

true

Fengu ískalda áskorun frá Lögreglunni á Suðurlandi

Lögreglan á Vesturlandi fékk ískalda áskorun frá kollegum sínum af Suðurlandi fyrr í vikunni. Það er svokölluð ísfötu áskorun eða „Icebucket challenge“ sem fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Ísfötu áskorunin kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum en þá var hún til að auka vitund á ALS sjúkdóminum. Að þessu sinni…Lesa meira

true

Það er vorhret á glugga – napur vindur sem hvín

Þessi tilvitnun í Maístjörnuna eftir Halldór Kiljan Laxness á vel við í dag. Í gærkvöldi tók veður að breytast um allt vestanvert landið þegar lægð kom upp að landinu. Hún dró með sér kalt loft og talsverð úrkoma fylgdi einnig þannig að ekki einvörðungu gránaði í fjöll í nótt heldur víða niður á láglendið einnig.…Lesa meira

true

Kári Viðarsson hlýtur Landstólpann fyrstur Vestlendinga

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í gær í Frystihúsinu á Breiðdalsvík. Meðal fastra liða þar er afhending verðlauna sem nefnast Landstólpinn. Hún er veitt einstaklingum, hópum eða verkefnum sem hafa haft jákvæð áhrif á byggðaþróun, styrkt samfélag sitt og sýnt frumleika og hugrekki í verki. Með viðurkenningunni fylgir listaverk og ein milljón króna í verðlaunafé. Að…Lesa meira

true

Koma að flutningi Carmina Burana í Hörpu

Söngfjelagið, Kór Akraneskirkju og Barnakór Söngfjelagsins flytja Carmina Burana í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 16. maí klukkan 20. Einsöngvarar verða Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Benedikt Kristjánsson tenór og Hrólfur Sæmundsson baritón. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri Akraneskirkju, en listræna ráðgjöf veitti Bjarni Thor Kristinsson. Um undirleik sjá Helga Bryndís Magnúsdóttir og Liam Kaplan…Lesa meira

true

Snæfellsbær gefur leik- og grunnskólabörnum sólmyrkvagleraugu

Á næsta ári verður sólmyrkvi á Íslandi og mun almyrkvi standa yfir einna lengst í heiminum í Snæfellsbæ. Almyrkvi á sólu þykir stórfengleg sýning og er sjaldséð sjón. Eftir almyrkvann árið 2026 liggur almyrkvi næst yfir Íslandi árið 2196. Fram kemur á FB síðu bæjarfélagsins að í tilefni atburðarins hafi Snæfellsbær ákveðið að kaupa sérstök…Lesa meira

true

Hljóp undan lögreglu

Fram kemur í dagbók lögreglu frá liðinni viku að bifreið hafnaði utan vegar á Vesturlandsvegi og fram komu upplýsingar frá vegfarendum um að ökumaður væri í annarlegu ástandi. Lögregla fór strax á vettvang en umræddur aðili reyndist ósamvinnuþýður, hljóp undan lögreglu og var sýnilega undir áhrifum vímuefna. Var viðkomandi yfirbugaður og handtekinn og færður á…Lesa meira

true

ÍATV getur ekki lengur streymt leikjum kvennaliðs ÍA

Í tilkynningu frá stöðinni ÍATV sem sendir út margvíslega viðburði á YouTube kemur fram að hún mun ekki lengur geta streymt leikjum meistaraflokks kvenna hjá ÍA í knattspyrnu í beinni útsendingu eins og hefur verið gert með stolti síðan 2017. Sýningarrétturinn á leikjum hefur verið seldur af ÍTF til streymisveitunnar Livey. „Við hjá ÍATV viljum…Lesa meira

true

Hildur SH fékk veiðarfærin í skrúfuna

Nú rétt í þessu var Björg, björgunarskip Lífsbjargar í Snæfellsbæ, að koma til hafnar í Rifi með Hildi SH, skip Hraðfrystihúss Hellissands. Hildur var í morgun að veiðum vestur af Öndverðarnesi og fékk nótina í skrúfuna eftir að hafa fengið mjög stórt hal. Að sögn skipverja tókst að ná megninu af fiskinum um borð en…Lesa meira

true

Samtökin Sól til framtíðar formlega stofnuð

Stofnfundur nýrra náttúruverndarsamtaka fór fram á Hótel Vesturlandi í Borgarnesi síðdegis í gær. Hlutu þau nafnið Sól til framtíðar og er skilgreint starfssvæði þeirra Borgarförður norðan Skarðsheiðar, Mýrar og Hnappadalur að Haffjarðará. Á fundinn var boðið áhugafólki um málefnið og það hvatt til að gerast stofnaðilar. Um þrjátíu manns mættu á fundinn. Á honum flutti…Lesa meira

true

Héldu samráðsfund Öruggara Vesturlands í Borgarnesi

Fyrsti samráðsfundur Öruggara Vesturlands var haldinn á Hótel Hamri í Borgarnesi sl. þriðjudag. Hátt í hundrað manns komu þar saman. Samstarfsvettvangurinn um Öruggara Vesturland var settur á stofn á Farsældardeginum 16. maí á síðasta ári. Að samstarfinu standa rúmlega tuttugu aðilar á Vesturlandi; sveitarfélög, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, menntastofnanir, SSV, Vesturlandsprófastsdæmi, sýslumaðurinn á Vesturlandi, íþróttasambönd, Lögreglustjórinn á…Lesa meira