
Nemendur í fjórða bekk prófuðu gleraugun og fannst það gaman. Ljósm. Snæfellsbær
Snæfellsbær gefur leik- og grunnskólabörnum sólmyrkvagleraugu
Á næsta ári verður sólmyrkvi á Íslandi og mun almyrkvi standa yfir einna lengst í heiminum í Snæfellsbæ. Almyrkvi á sólu þykir stórfengleg sýning og er sjaldséð sjón. Eftir almyrkvann árið 2026 liggur almyrkvi næst yfir Íslandi árið 2196.