
Kári Viðarsson með verðlaun sín í gær. Ljósm. ssv
Kári Viðarsson hlýtur Landstólpann fyrstur Vestlendinga
Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í gær í Frystihúsinu á Breiðdalsvík. Meðal fastra liða þar er afhending verðlauna sem nefnast Landstólpinn. Hún er veitt einstaklingum, hópum eða verkefnum sem hafa haft jákvæð áhrif á byggðaþróun, styrkt samfélag sitt og sýnt frumleika og hugrekki í verki. Með viðurkenningunni fylgir listaverk og ein milljón króna í verðlaunafé. Að þessu sinni hlýtur Kára Viðarssyni leikara og menningarfrömuðu í Rifi á Snæfellsnesi verðlaunin. Þau hlýtur hann fyrir einstakt framlag sitt til samfélags og menningarlífs á Snæfellsnesi. Þetta er í fyrsta skipti sem viðurkenningin fer til einstaklings á Vesturlandi.