Fréttir

true

Ráðgjafi VÍS nú til staðar í útibúi Íslandsbanka á Akranesi

Frá og með síðasta þriðjudegi er þjónusturáðgjafi frá VÍS staðsettur í útibúi Íslandsbanka að Dalbraut 1 á Akranesi. Fram kemur í tilkynningu frá VÍS að þetta fyrirkomulag verði þangað til varanleg þjónustuskrifstofa verður opnuð í sumar. „Í sumar mun VÍS opna skrifstofu á Akranesi við hliðina á útibúi Íslandsbanka. Opnunin er liður í því að…Lesa meira

true

Jörð skalf undir Grjótárvatni snemma í morgun

Klukkan 06:17 í morgun varð skjálfti við Grjótárvatn á Mýrum og mældist hann 3,7 að stærð. Þetta er með stærstu skjálftum sem mælst hafa á svæðinu síðan virkni hófst á því árið 2021, en þriðjudaginn 15. apríl sl. varð jafn stór skjálfti á sama stað. Skjálftar á þessu svæði eru nokkuð djúpir, yfirleitt á um…Lesa meira

true

Íbúum fækkar í fjórum sveitarfélögum

Á Vesturlandi eru nú samkvæmt Þjóðskrá 18.516 íbúar skráðir með búsetu og hefur þeim fjölgað um 37 frá 1. desember síðastliðnum. Á Akranesi búa nú 8.494 og hefur íbúum fjölgað um 31 á síðustu sex mánuðum. Hlutfallslega mest fjölgun var þó í Grundarfirði þar sem íbúar eru nú 892 og hefur fjölgað um 23 á…Lesa meira

true

Kólnar verulega í kvöld og gul viðvörun fyrir morgundaginn

Seint í kvöld kólnar talsvert með suðvestanátt og lægð sem gengur yfir landið. Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir allt vestanvert landið og tekur hún gildi á miðnætti og gildir í sólarhring. Það gengur í suðvestan 8-15 m/s og slyddu eða -snjóél, einkum á fjallvegum, t.d. Hellisheiði, Holtavörðuheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Öxnadalsheiði. Við vestanvert landið…Lesa meira

true

Skrifað undir samning vegna nýs leikskólahúsnæðis

Hvalfjarðarsveit hefur skrifað undir samning við Andrúm arkitekta ehf. um arkitekta- og landslagshönnun vegna byggingar nýs leikskólahúsnæðis í Melahverfi. Helstu verkefni skv. samningnum eru gerð þarfagreiningar, hönnun á nýjum leikskóla ásamt frágangi lóðar auk gerð verklýsinga og kostnaðaráætlunar fyrir hvern verkþátt svo bjóða megi verkið út. Verklok ráðgjafa eru þegar lokaúttekt nýs leikskóla hefur farið…Lesa meira

true

Hvítárbændur mótmæla legu Holtavörðulínu 1

Á aðalfundi í Veiðifélagi Hvítár var samhljóða samþykkt ályktun varðandi fyrirhugaða lagningu Holtavörðulínu 1 um héraðið:„Aðalfundur í Veiðifélaginu Hvítá, haldinn þann 29. apríl 2025, lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðrar legu Holtavörðulínu 1 um Borgarfjörð og af neikvæðum áhrifum af línunni á félagssvæði Hvítár. Veiðifélagið bendir ríkinu sem eiganda Landsnets hf. á að nýta lönd ríkisins…Lesa meira

true

Gerði upp yfir sextíu ára gamlan árabát

Erling Markús Andersen er með verkstæði við Ægisbraut á Akranesi. Blaðamaður Skessuhorns kíkti við hjá honum fyrir helgi í smá heimsókn og spjall. Erling hefur verið að gera upp gamlan bát undanfarna rúma sex mánuði sem er að hans sögn norskur og yfir 60 ára gamall. „Sagan er á þann veg,“ segir Erling; „að Finnbogi…Lesa meira

true

Nýir upplýsingaskjáir í Íþróttamiðstöðinni komnir upp

Síðastliðinn föstudag voru settir upp fjórir nýir upplýsingaskjáir í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Skjáirnir eru liður í því að bæta þjónustu við íbúa og gesti sem sækja íþróttahúsið, hvort sem er til íþróttaiðkunar eða annarrar þjónustu. Fyrirtækið Skjálausnir sá um uppsetningu en skjáirnir munu birta margvíslegar upplýsingar fyrir gesti hússins. Þar má nefna tímatöflur, tilkynningar, viðburði…Lesa meira

true

Dagbók úr Baltimore sveit

Guðbjörg Bjartey sundkempa stundar nú háskólanám í USA Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir frá Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit stundar nú nám við Towson háskóla í Baltimore sveit í Maryland fylki í Bandaríkjunum. Guðbjörg hefur stundað sund síðan hún var sjö ára gömul; æfði og keppti með Sundfélagi Akraness og hefur náð frábærum árangri. Í apríl sló hún 20…Lesa meira

true

Mikið fjör á öldungamóti í blaki

Öldungamótið í blaki var haldið dagana 1.-4. maí í Kópavogi. Þar öttu kappi mörg virðulegustu blaklið landsins en mótið er ætlað heldri iðkendum eins og nafnið gefur til kynna. Þrjú kvennalið af Snæfellsnesi mættu til leiks; tvö frá Grundarfirði og eitt frá Snæfellsbæ. Liðin stóðu sig vel og var gleðin í fyrirrúmi þó að keppnisskapið…Lesa meira