Fréttir

true

Margrét Halldóra ráðin nýr leikskólastjóri á Klettaborg

Borgarbyggð hefur gengið frá ráðningu á nýjum leikskólastjóra á Klettaborg í Borgarnesi en Margrét Halldóra Gísladóttir mun hefja þar störf 1. ágúst næstkomandi. „Mér líst mjög vel á þetta starf, ég sé fyrir mér að styðja við það góða starf sem hefur nú þegar verið unnið á Klettaborg og hlakka ég til að starfa með…Lesa meira

true

„Alls enginn skrekkur í okkur“

Rætt við Andra Júlíusson um komandi tímabil hjá Kára í 2. deildinni Knattspyrnufélagið Kári leikur í 2. deild karla í ár en liðið fagnaði sigri í 3. deildinni á síðasta tímabili og komst þar með upp í 2. deild á ný eftir þriggja ára fjarveru. Aron Ýmir Pétursson var þjálfari liðsins í fyrra og honum…Lesa meira

true

Lækka hámarkshraða enn frekar

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar í febrúar var tillaga um að lækka hámarkshraða á Innnesvegi á milli Garðabrautar og Víkurbrautar samþykkt. Skiltum hefur nú verið komið fyrir og er gildandi hámarkshraði á svæðinu nú 20 km/klst. Er þetta gert til að auka umferðaröryggi þeirra sem eiga leið á milli Grundaskóla og Jaðarsbakka.Lesa meira

true

Tveir ökumenn teknir á um 140 km hraða

Lögreglan á Vesturlandi hafði afskipti af 75 ökumönnum vegna of hraðs aksturs í liðinni viku og þar af mældust tveir á rúmlega 140 km/klst. Tveir ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og tveir um ölvunarakstur. Einnig voru tveir ökumenn stöðvaðir sem reyndust vera sviptir ökuréttindum og nokkrir voru kærðir fyrir að nota ekki…Lesa meira

true

Álfasala SÁA hefst í dag

Álfasala SÁÁ hefst í dag. Tekjum af sölunni er ætlað að styðja við meðferðarstarfið hjá SÁÁ. Í ár klæðist Álfurinn landsliðsbúningnum í tilefni þess að stelpurnar okkar eru á leiðinni á EM í fótbolta í sumar. Það eru því tvær útgáfur af Álfinum þetta árið; blár og hvítur en þeir félagar eiga skemmtileg samskipti í…Lesa meira

true

Bræla og strandveiðisjómenn í landi – myndasyrpa af fyrsta degi veiðanna

Óhagstætt veður er í dag til strandveiða við vestanvert landið og fáir því á sjó. Enn hvassara veðri er svo spáð á morgun. Strandveiðitímabilið hófst á miðnætti aðfararnótt mánudags og héldu þá þegar fjölmargir til veiða. Veður var þokkalegt á mánudaginn og voru margir sem náðu dagsskammtinum. Meðfylgjandi eru myndir sem fréttaritarar Skessuhorns tóku á…Lesa meira

true

Eitt elsta verslunarhús landsins boðið til leigu

Snæfellsbær auglýsir nú eftir áhugasömum rekstraraðila að Pakkhúsinu í Ólafsvík með umsóknarfresti til næstu mánaðamóta. Húsið á sér merka sögu og skal viðeigandi rekstur taka mið af sögu hússins og safni á efri hæðum þess. Pakkhúsið í Ólafsvík er gamalt verslunarhús, byggt árið 1844. Það er eitt fárra verslunarhúsa frá 19. öld sem stendur enn…Lesa meira

true

Garðhúsgögnum breytt í Ludo spil

Ásbyrgi í Stykkishólmi er dagvinnustofa og atvinnutengd úrræði fólks með skerta starfsgetu. Ásbyrgi fékk nýverið borð og stóla gefins og ákveðið var að breyta aðeins til. Í stað þess að hafa þessi borð og stóla hefðbundin húsgögn var ákveðið með tilstyrk frá Slippfélaginu að breyta þeim í Ludo spil eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Verða…Lesa meira

true

Eyja Rún hlaut viðurkenningu

Framfarir, hollvinafélagi millivegalengda- og langhlaupara, hefur veitt hlaupurum viðurkenningar fyrir árið 2024. Aðalmarkmið félagsins er að vekja athygli á millivegalengda- og langhlaupum bæði sem íþróttagrein og tómstundagamni; efla unglingastarf og framfarir ungmenna og skapa samstöðu meðal hlaupara í lengri vegalengdum, jafnt þeirra sem stefna á alþjóðleg afrek og hinna sem stunda hlaup sér til skemmtunar…Lesa meira

true

Blóð í Brekkó

Eitt af fjölmörgum skemmtilegum verkefnum sem hafa verið unnin í 9. bekk í vetur í Brekkubæjarskóla á Akranesi er krufning á svínslíffærum í tengslum við vinnu nemenda með mannslíkamann. Nemendur skoðuðu tungu, barka, vélinda, lungu, hjarta, nýru og lifur og unnu verkefni samhliða vinnunni. Fram kemur á FB síðu skólans að eitt af því sem…Lesa meira