Fréttir

true

Niðurrif í Brákarey hefst í dag

Framkvæmdir við niðurrif bygginga að Brákarbraut 25 í Borgarnesi hefst í dag en í tilkynningu frá Borgarbyggð kemur fram að gert sé ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í lok ágúst á þessu ári. Svæðið verður afgirt og merkt í samræmi við öryggisreglur en verkið er í höndum ÓK Gámaþjónustu – sorphirðu ehf. Það sem nú…Lesa meira

true

Kiwanis gefur fyrstu bekkingum reiðhjólahjálma

Til fjölda ára hefur Kiwanishreyfingin á Íslandi látið gott af sér leiða með þeim hætti að gefa yngstu þátttakendum í umferðinni reiðhjólahjálma. Það er jafnan gert með stuðningi Eimskipa. Kiwanisklúbbur Akraness kom færandi hendi í Grundaskóla síðastliðinn föstudag og fengu allir nemendur fyrsta bekkjar hjólahjálm að gjöf frá kiwanishreyfingunni. Að sögn Halldórs Fr Jónssonar klúbbfélaga…Lesa meira

true

Séra Karen ráðin sóknarprestur í Setbergsprestakalli

Nýlega auglýsti biskup Íslands eftir þjónustu sóknarprests í Setbergsprestakalli á Snæfellsnesi. Valnefnd prestakallsins hefur nú valið Karen Hjartardóttur, prest í Bjarnanesprestakalli, í starfið. Karen er fædd árið 1992 á Akranesi en ólst upp á Snæfellsnesi. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga vorið 2012 og hóf nám við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands haustið 2012. Þaðan…Lesa meira

true

Sérstakir styrkir veittir til kaupa á nytjahjólum

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur ákveðið að veita sérstaka styrki til kaupa á nytjahjólum (e. cargo bikes) í gegnum Loftslags- og orkusjóð. Styrkirnir geta numið allt að 200.000 krónum eða að hámarki þriðjungi af kaupverði hvers hjóls. Um er að ræða tímabundna aðgerð sem felur í sér skref í átt að fjölbreyttari…Lesa meira

true

Viðbrögðin hafa verið jákvæð

Í styttri læknatímum ræði fólk heilsufarsmál sín fremur en pólitík Starfsfólk á Heilsugæslustöð HVE í Borgarnesi skrifaði færslu á samfélagsmiðla um miðja síðustu viku þar sem bent var á að vegna forfalla í læknahópnum yrði að gera breytingar á bókunarfyrirkomulagi á heilsugæslustöðinni næstu einn til tvo mánuði. Bókuð viðtöl styttast úr 20 í 10 mínútur.…Lesa meira

true

Búast má við sjónmengun frá Elkem næstu daga

Vegfarendur, íbúar og starfsmenn í fyrirtækjum í grennd við Grundartanga mega búast við að sjá útblástur frá Elkem á Grundartanga í allt að tíu daga frá deginum í dag en endurbótum á ljósbogaofni í kísilmálmverksmiðju Elkem Ísland er lokið og áætlað að ofninn verði endurræstur í dag, þriðjudaginn 6. maí. Ekki er ástæða til að…Lesa meira

true

Írsk söngsveit í Hallgrímskirkju í Saurbæ

Írska söngsveitin Systir heldur tónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 10. maí klukkan 16. Aðgöngumiðasala verður við innganginn. Systir kemur nú í fyrsta sinn til Íslands en auk tónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ heldur sveitin tónleika í Hannesarholti og í Hörpuhorni. Í ferð sinni heimsækja þær einnig Vitann á Akranesi klukkan 11 á laugardag og…Lesa meira

true

Grunnskólabörn við Faxaflóa fræðast um lífríki hafsins

Faxaflóahafnir, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn ásamt Special Tours standa að hinu árlega samstarfsverkefni „Sjóferð um sundin“ þar sem grunnskólabörn sveitarfélaga Faxaflóahafna er boðið í siglingu og fræðslu um lífríki hafsins á Faxaflóa undir leiðsögn starfsmanna Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Samstarfsverkefnið er hluti af náttúrufræðikennslu 6. bekkjar grunnskólabarna í Reykjavík, Akranesi, Hvalfjarðasveit og Borgarbyggð. Tugþúsundir barna hafa tekið…Lesa meira

true

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom í dag

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom í dag til Grundarfjarðar. Vegna veðurs lagðist það þó ekki að bryggju fyrr en í hádeginu í dag. Töluverður samdráttur verður í sumar á komu skemmtiferðaskipa til Stykkishólms og Flateyjar, en í Grundarfirði fjölgar fjölgar þeim, þrátt fyrir að borið hafi á afbókunum frá því boðað 2.500 króna innviðagjald á hvern…Lesa meira

true

Tap hjá Skagakonum í fyrsta leik

Fylkir og ÍA mættust í fyrstu umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu á laugardaginn og var spilað á Tekk-vellinum í Árbænum. Aðstæður voru með besta móti, sólin skein og hitinn um ellefu gráður. Í árlegri spá þjálfara og fyrirliða liðanna í Lengjudeildinni fyrir tímabilið var Skagakonum spáð öðru sæti en liði Fylkis, sem féll úr Bestu…Lesa meira