
Írsk söngsveit í Hallgrímskirkju í Saurbæ
Írska söngsveitin Systir heldur tónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 10. maí klukkan 16. Aðgöngumiðasala verður við innganginn. Systir kemur nú í fyrsta sinn til Íslands en auk tónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ heldur sveitin tónleika í Hannesarholti og í Hörpuhorni. Í ferð sinni heimsækja þær einnig Vitann á Akranesi klukkan 11 á laugardag og taka lagið ásamt því að bregða sér í hina rómuðu Guðlaugu við Langasand.