Fréttir

true

Sindratorfæran fór fram um helgina

Dalamaðurinn Bjarki á Dýrinu sigurvegari í götubílaflokknum Á laugardaginn fór Sindratorfæran fram á Hellu að viðstöddum 6500 gestum í blíðskaparveðri. 29 keppendur voru mættir til leiks í þessa fyrstu umferð Íslandsmótsins. Keppnin var einnig sýnd í beinni útsendingu á RUV-2 og Youtube þar sem tugþúsundir fylgdust með að auki. Strax í fyrstu brautunum sem voru…Lesa meira

true

Vestlendingar sópuðu að sér verðlaunum í Garpasundi

Opna Íslandsmótið í Garpasundi, þar sem sundfólk 25 ára og eldri tekur þátt, fór fram í Ásvallalaug um liðna helgi. Alls tóku tíu lið þátt, þar af þrjú frá Vesturlandi: Umf. Skallagrímur, Sundfélag Akraness og Umf. Snæfell. Árangur Vestlendinganna var eftirtektarverður og voru þeir fyrirferðamiklir á verðlaunapöllum og á sundlaugarbakkanum að þessu sinni. Vestlendingar náðu…Lesa meira

true

Brim styrkir Fab Lab smiðju Vesturlands

Útgerðarfyrirtækið Brim færði nýverið Fab Lab smiðju Vesturlands á Breiðinni á Akranesi tíu tölvur að gjöf. Á myndinni eru þeir Daníel Haraldsson frá Brimi og Jens Róbertsson forstöðumaður Fab Lab smiðju Vesturlands.Lesa meira

true

Tap hjá Kára en Víkingur náði í stig

Vesturlandsliðin Kári og Víkingur Ólafsvík hófu leik í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina. Fyrir mótið fékk fotbolti.net alla þjálfarana í deildinni til að spá fyrir um gengi liðanna og var liði Kára spáð þriðja sætinu og Víkingi Ó. því sjötta. Gróttu og KFA var spáð beint upp á meðan Víði og Kormáki/Hvöt var…Lesa meira

true

Bræla einkennir veðurspána fyrstu strandveiðivikuna

Strandveiðitímabilið hófst á miðnætti. Veðurspáin fyrir næstu daga er fremur óhagstæð til veiða á smábátum. Fyrir hádegi í dag og út vikuna er spáð sunnan- og suðvestan þræsingi en eftir hádegið í dag verður veður skaplegra. Fjölmargir smábátar hafa engu að síður haldið til veiða og t.a.m. eru um 40 bátar á miðunum norðan við…Lesa meira

true

Skagamenn unnu öruggan sigur á KA

ÍA og KA mættust í fimmtu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gær og var viðureignin á Elkem vellinum á Akranesi við ágætis aðstæður. Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA gerði tvær breytingar á liði sínu frá skellinum gegn KR. Guðfinnur Þór Leósson og Marko Vardic komu inn í liðið en Johannes Vall og Rúnar…Lesa meira

true

Sóttu í nótt vélarvana bát

Upp úr klukkan fjögur í nótt barst sjóbjörgunarflokki Björgunarfélags Akraness útkall vegna vélarvana báts sem staddur var um þrjár sjómílur vestan við Akranes. Farið var á björgunarskipinu Jóni Gunnlaugssyni og báturinn dreginn að landi. Að sögn Ásgeirs Kristinssonar, hjá Björgunarfélagi Akraness, gekk aðgerðin vel. Hann gat þess jafnframt að þetta var tíunda útkallið sem félaginu…Lesa meira

true

Sundlaugin lokuð í þrjá daga vegna undirbúnings nýrra potta

Vegna framkvæmda verður útisvæðið við Sundlaug Stykkishólms lokað í dag og næstu tvo daga að auki, en innilaugin verður opin. „Eins og kunnugt er stendur til að endurnýja heitu pottana og þarf að loka þessa daga vegna lagnavinnu. Frá og með 8. maí verður sundlaug, vaðlaug og innilaug opin en pottasvæði lokað vegna framkvæmda. Opnað…Lesa meira

true

Skúrinn trésmíðaverkstæði settur upp á Breið

Byrjað er að undirbúa að setja upp trésmíðaverkstæði á Akranesi, nærri Fab Lab Smiðju Vesturlands í nýsköpunarsetrinu Breið. Verkefnið er kallað Skúrinn. „Þar verður í boði aðstaða fyrir þennan hóp sem og aðra til að koma í Breið nýsköpunarsetur og vinna að trésmíðaverkefnum sínum í góðum félagsskap. Að auki verður boðið upp á kennslu í…Lesa meira

true

Kostuleg klassík með Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla

Sinfóníuhljómsveit Westmont-háskóla í Kaliforníu er komin til landsins. Hún leikur á þrennum tónleikum næstu daga. Aðgangur er ókeypis á þá alla en sækja þarf miða á tix.is. Tónleikar verða m.a. í Reykholtskirkju miðvikudaginn 7. maí klukkan 20. „Bandarísk verk eru fyrirferðamikil á efnisskránni og það er óhætt að segja að hún sé bráðskemmtileg og í…Lesa meira