Fréttir

true

„Langar ekki til að taka þátt í þessari tilraun“

Segir íbúi í næsta nágrenni við væntanlegar tilraunir með sleppingu vítissóta í Hvalfjörð Arnheiður Hjörleifsdóttir á Bjarteyjarsandi í Hvalfjarðarsveit skrifaði síðastliðinn fimmtudag pistil á FB síðu sína þar sem hún mótmælir væntanlegum tilraunum með sleppingu vítissóta í Hvalfjörð, ekki fjarri bæ hennar. Meðal atvinnu hennar er móttaka skólahópa sem fara í fjöruferðir og kynnast lífríkinu…Lesa meira

true

Sjósettu Elluna í blíðskaparveðri í gærmorgun

Í gær var hátíðisdagur í Borgarnesi. Þá var Ellan sjósett og siglt inn á Brákarsundið þar sem hún verður bundin við ból sitt í sumar. Fyrir marga heimamenn í Borgarnesi markar koma Ellunnar upphaf sumars. Líklega er svo báturinn myndaður hlutfallslega jafn mikið af ferðamönnum og Kirkjufellið í Grundarfirði. Þessi litli en fallegi bátur er…Lesa meira

true

Sóttu vélarvana bát á Faxaflóa

Á ellefta tímanum í gærkvöldi var sjóbjörgunarflokkur Björgunarfélags Akraness kallaður út. Þá glímdi skipstjórinn á bátnum Öldu Maríu BA-71 við vélarbilun í báti sínum. Hann var þá staddur á miðjum Faxaflóa um 20 sjómílur vestur af Akranesi. Björgunarfélagsmenn sigldu á fullu stími til móts við bátinn á björgunarbátunum Jóni Gunnlaugssyni og Margréti Guðbrandsdóttur. Laust eftir…Lesa meira

true

Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu

Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á einni framleiðslulotu af kjúklingi vegna gruns um salmonellusmitaðar ferskar kjúklingafurðir frá Matfugli ehf. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði í varúðarskyni og í samráði við Matvælastofnun sent út fréttatilkynningu. Einungis er verðið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu: Vörumerki: Ali og Bónus Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ Lotunúmer:…Lesa meira

true

Púlsinn tekinn á nokkrum ferðaþjónustufyrirtækjum á Vesturlandi

Ferðaþjónustan hefur verið á hraðri leið upp síðustu ár hér á landi og fjöldi erlendra ferðamanna hefur verið að aukast ár frá ári. Ferðamálastofa birti spá um að gestafjöldi til landsins gæti orðið 2,3 – 2,5 milljónir á þessu ári. Samtök ferðaþjónustu greindu frá því í byrjun apríl að óveðursský hafi þó hrannast upp í…Lesa meira

true

Tveir styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða – leiðrétt frétt

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra úthlutaði fyrr í vikunni úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2025. Að þessu sinni hljóta 28 verkefni styrk úr sjóðnum, en úthlutað var 553,2 milljónum króna og dreifast verkefnin um land allt. Þar af eru tvö verkefni á Vesturlandi styrkt en þau eru í Dalabyggð og Hvalfjarðarsveit. Athygli er vakin á því…Lesa meira

true

Fara í Míluna á hverjum degi

Nemendur í 8. bekk í Brekkubæjarskóla á Akranesi hafa í síðustu námslotu og þessari sem nú var að hefjast farið á hverjum skóladegi í Míluna. Mílan er 1,5 km langur göngutúr sem er í stundaskrá nemenda og þannig fastur liður af skóladeginum. Tilgangurinn og markmiðið með Mílunni er að koma aukinni hreyfingu inn í skóladag…Lesa meira

true

Héldu allsherjar brunaæfingu í FVA

Stór brunaæfing fór fram í húsnæði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í morgun. Skólinn var rýmdur og söfnuðust nemendur og starfsfólk saman á skilgreindu svæði þar sem talning fór fram. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar skipulagði æfinguna og vissi starfsfólk fyrirfram ekki hvenær hún yrði, einungis að til stæði að halda hana. Líkt var sem mest eftir…Lesa meira

true

Fyrsta skemmtiferðaskipið væntanlegt á mánudaginn

Fleiri til Grundarfjarðar en fækkun í Stykkishólmi og Flatey og ekkert skip væntanlegt á Akranes Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Grundarfjarðar mánudaginn 5. maí. „Við erum með bókaðar 78 skipakomur í sumar, samkvæmt tölum nú í byrjun apríl. En það eru blikur á lofti. Við höfum orðið vör við afbókanir fyrir þetta sumar og sumarið…Lesa meira

true

Helena ráðin íþrótta- og tómstundafulltrúi Grundarfjarðarbæjar

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðar 28. apríl sl. voru lagðar fram þær umsóknir sem bárust um starf íþrótta- og tómstundafulltrúa, sem auglýst var 22. mars síðastliðinn. Umsóknarfrestur rann út 2. apríl en alls bárust níu umsóknir. Vinnvinn ráðningar og ráðgjöf voru fengnar til ráðgjafar við úrvinnslu og mat umsókna um starfið. Ráðningarferlið byggði á viðurkenndum aðferðum…Lesa meira