
Í fjöruferð. Ljósm. Brekkó
Fara í Míluna á hverjum degi
Nemendur í 8. bekk í Brekkubæjarskóla á Akranesi hafa í síðustu námslotu og þessari sem nú var að hefjast farið á hverjum skóladegi í Míluna. Mílan er 1,5 km langur göngutúr sem er í stundaskrá nemenda og þannig fastur liður af skóladeginum. Tilgangurinn og markmiðið með Mílunni er að koma aukinni hreyfingu inn í skóladag unglinganna, brjóta upp skóladaginn með útiveru og stuðla að símalausum samskiptum.