
Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu
Matvælastofnun hefur fengið upplýsingar um innköllun á einni framleiðslulotu af kjúklingi vegna gruns um salmonellusmitaðar ferskar kjúklingafurðir frá Matfugli ehf. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna af markaði í varúðarskyni og í samráði við Matvælastofnun sent út fréttatilkynningu. Einungis er verðið að innkalla eftirfarandi framleiðslulotu:
Vörumerki: Ali og Bónus
Framleiðandi: Matfugl ehf, Völuteigi 2, 270 Mosfellsbæ
Lotunúmer: 011-25-13-3-68 (heill kjúklingur, bringur, lundir, lærakjöt, bitar, kryddlegnir leggir og heill fugl), pökkunardagur 28.04.2025 – 30.04.2025
Dreifing: Bónusverslanir, Krónuverslanir, Kauptún.
Hægt er að skila í verslun eða til Matfugls ehf. til að fá endurgreitt. Mjög mikilvægt að gegnhita kjúkling við matreiðslu en þá er kjötsafinn í þykkasta bitanum orðinn tær og steikingahitamælir sýnir a.m.k. 75°C.