Fréttir
Framkvæmdir hafa staðið yfir við að bæta smám saman gönguleiðina að Glymi í Hvalfirði. Myndin var tekin í fyrrasumar. Ljósm. hig

Tveir styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða – leiðrétt frétt

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra úthlutaði fyrr í vikunni úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2025. Að þessu sinni hljóta 28 verkefni styrk úr sjóðnum, en úthlutað var 553,2 milljónum króna og dreifast verkefnin um land allt. Þar af eru tvö verkefni á Vesturlandi styrkt en þau eru í Dalabyggð og Hvalfjarðarsveit. Athygli er vakin á því að frétt sem birtist hér á miðvikudaginn var röng, byggði á gömlum upplýsingum úr ráðuneytinu sem ekki voru réttar. Það hefur nú verið leiðrétt og beðist velvirðingar á því.

Tveir styrkir úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða - leiðrétt frétt - Skessuhorn