Fréttir
Hótel Búðir á Snæfellsnesi. Ljósm. WO

Púlsinn tekinn á nokkrum ferðaþjónustufyrirtækjum á Vesturlandi

Ferðaþjónustan hefur verið á hraðri leið upp síðustu ár hér á landi og fjöldi erlendra ferðamanna hefur verið að aukast ár frá ári. Ferðamálastofa birti spá um að gestafjöldi til landsins gæti orðið 2,3 - 2,5 milljónir á þessu ári. Samtök ferðaþjónustu greindu frá því í byrjun apríl að óveðursský hafi þó hrannast upp í alþjóðaviðskiptum í kjölfar ófyrirsjáanlegrar stefnu og aðgerða bandaríkjaforseta í alþjóðasamskiptum. Erfitt er að meta möguleg áhrif sem óvíst er að komi fram í krónum og aurum, en bandarískir ferðamenn voru 27% af öllum erlendum ferðamönnum á Íslandi árið 2024 og stóðu undir 38% af verðmætunum. Skessuhorn fór á stúfana og tók púlsinn á ferðaþjónustuaðilum á Vesturlandi og spurði þá hvernig sumarið liti út.

Púlsinn tekinn á nokkrum ferðaþjónustufyrirtækjum á Vesturlandi - Skessuhorn