Fréttir

Grunnskólabörn við Faxaflóa fræðast um lífríki hafsins

Faxaflóahafnir, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn ásamt Special Tours standa að hinu árlega samstarfsverkefni „Sjóferð um sundin“ þar sem grunnskólabörn sveitarfélaga Faxaflóahafna er boðið í siglingu og fræðslu um lífríki hafsins á Faxaflóa undir leiðsögn starfsmanna Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Samstarfsverkefnið er hluti af náttúrufræðikennslu 6. bekkjar grunnskólabarna í Reykjavík, Akranesi, Hvalfjarðasveit og Borgarbyggð. Tugþúsundir barna hafa tekið þátt í „Sjóferð um sundin“ síðan 1996. Í þá hartnær þrjá áratugi sem verkefnið hefur staðið yfir hafa þúsundir barna fengið að fræðast um lífríki við Faxaflóa og hafnarstarfsemi Faxaflóahafna.

Grunnskólabörn við Faxaflóa fræðast um lífríki hafsins - Skessuhorn