
Koma að flutningi Carmina Burana í Hörpu
Söngfjelagið, Kór Akraneskirkju og Barnakór Söngfjelagsins flytja Carmina Burana í Norðurljósasal Hörpu föstudaginn 16. maí klukkan 20. Einsöngvarar verða Herdís Anna Jónasdóttir sópran, Benedikt Kristjánsson tenór og Hrólfur Sæmundsson baritón. Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson organisti og kórstjóri Akraneskirkju, en listræna ráðgjöf veitti Bjarni Thor Kristinsson. Um undirleik sjá Helga Bryndís Magnúsdóttir og Liam Kaplan á píanó auk þess sem slagverkssveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar undir stjórn Frank Aarnik. Loks mun danshópur undir stjórn Ásrúnar Magnúsdóttur koma fram.