
Nemendur í FSN voru ekki að spara vatnið þegar þeir létu það vaða yfir Rebekku lögregluþjón. Ljósmyndir: gjj
Fengu ískalda áskorun frá Lögreglunni á Suðurlandi
Lögreglan á Vesturlandi fékk ískalda áskorun frá kollegum sínum af Suðurlandi fyrr í vikunni. Það er svokölluð ísfötu áskorun eða „Icebucket challenge“ sem fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Ísfötu áskorunin kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum en þá var hún til að auka vitund á ALS sjúkdóminum. Að þessu sinni snýst áskorunin um að vekja athygli á og draga úr fordómum í geðheilbrigðisvanda.