Fréttir

Garðyrkjubændur geta sótt um fjárfestingarstyrki til orkusparnaðar

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur gert breytingu á reglugerð nr. 1566/2024 um Loftslags- og orkusjóð og falið sjóðnum að veita garðyrkjubændum sérstakan fjárfestingarstuðning í þágu bættrar orkunýtni og orkusparnaðar. Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrkina á vef Loftslags- og orkusjóðs. Þetta er í fyrsta skipti í áratugi sem stjórnvöld ráðast í skipulegan fjárfestingarstuðning við framleiðendur garðyrkjuafurða. Styrkir verða veittir til fjárfestingar í orkusparandi tækni, svo sem LED-ljósum, tölvu- og stýribúnaði og gardínukerfum með áherslu á verkefni sem auka rekstrarhagkvæmni gróðurhúsa og styðja við tæknivæðingu og samkeppnishæfni greinarinnar.