
Grjótárvatn frá Rauðhálsum. Ljósm. Þórunn Reykdal
Ari Trausti fjallar um jarðhræringar í Ljósufjallakerfinu
Rótarýklúbbur Borgarnes, Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs og sveitarfélagið Borgarbyggð standa fyrir opnum fundi um jarðhræringarnar sem hafa verið í gangi á svokölluðu Ljósufjallakerfi. Frummælandi verður Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sem eftir erindi sitt mun svara fyrirspurnum fundargesta. Fundurinn verður fimmtudaginn 15. maí í Hjálmakletti í Borgarnesi, hefst klukkan 20 og er öllum opinn.