Fréttir
Frummælendur á fundinum í Borgarnesi. F.h: Páll S Brynjarsson sem hélt erindi f.h. SSV, Kristinn Magnússon, Guðrún Margrét Jónsdóttir, Árni Baldur Möller, Svandís Hlín Karlsdóttir, Herdís Steingrímsdóttir og Arngunnur Einarsdóttir. Ljósm. mm

Landsnet kynnti drög að Kerfisáætlun fyrir Vesturland

Landsnet boðaði til fundar á Hótel Hamri á þriðjudag í liðinni viku en þar voru kynnt drög að nýrri Kerfisáætlun fyrirtækisins. Sambærilegir fundir hafa verið haldnir á nokkrum stöðum á landinu undanfarna daga. Áhersla var lögð á að kynna framkvæmdir sem skipta sköpum fyrir afhendingaröryggi og orkuskipti á Vesturlandi, þar á meðal Holtavörðuheiðarlína 1, Vegamótalína 2, Vatnshamralína 2 og Akraneslína 2. Allt eru þetta verkefni sem eiga að bæta stöðugleika og afhendingaröryggi og möguleika til aukinnar verðmætasköpunar í landshlutanum. „Fundir sem þessir eru mikilvægir til að kynna framtíðarsýn okkar og hlusta eftir sjónarmiðum íbúa og hagaðila í hverjum landshluta,“ sagði Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti. „Við viljum byggja upp öflugt flutningskerfi með samfélagið með okkur,“ bætti hún við.

Landsnet kynnti drög að Kerfisáætlun fyrir Vesturland - Skessuhorn