Fréttir
Hilmar fékk að launum hluta úr stýri Sæbjargar, fyrrum Akraborgar. Ljósm. Landsbjörg

Hilmar heiðraður fyrir störf að öryggismálum sjómanna

Á Landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldið var á Selfossi um helgina var Hilmar Snorrason, sem leiddi Slysavarnaskóla sjómanna í yfir 30 ár, heiðraður fyrir ævistarf sitt. Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður Landsbjargar afhenti Hilmari hluta úr stýri Sæbjargar, skólaskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem sett hefur verið á kopar platta. Meðfylgjandi texti er þar áletraður:

Hilmar heiðraður fyrir störf að öryggismálum sjómanna - Skessuhorn