
Úr leik Víkings og KFG á laugardaginn. Ljósm. af
Góðir sigrar hjá Kára og Víkingi Ó. um helgina
Vesturlandsliðin Kári og Víkingur Ólafsvík náðu í sína fyrstu sigra í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Víkingur Ó. er í 3.-4. sæti ásamt Haukum með fjögur stig og Kári og Kormákur/Hvöt eru í 5.-6. sæti með þrjú stig eftir tvær umferðir. Efstu tvö liðin eru KFA og Þróttur Vogum með sex stig og merkilegt að sex lið eru í 7.-12. sæti með eitt stig í neðri hlutanum.