
Mála vegi á Snæfellsnesi í dag
Málningarbíllinn er á ferðinni í dag á Snæfellsnesi. Vegir verða málaðir frá Hellnum, um Útnesveg, Grundarfjörð, Vatnaleið og að Stykkishólmi. „Verið er að mála miðlínurnar og eru ökumenn beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi og passa að keyra ekki yfir nýmálaðar línurnar,“ segir í tilkynningu frá Vegegerðinni.