Fréttir
F.v. Svansý, Snjólaug og Hulda.

Þrjár listakonur opna samsýninguna Hughrifin okkar

Sýningin Hughrifin okkar verður opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi laugardaginn 17. maí klukkan 14. Að sýningunni standa þrjár listakonur sem allar búa í Borgarbyggð. Það eru þær Snjólaug Guðmundsdóttir, Hulda Biering og Svanheiður Ingimundardóttir. „Þær hafa allar mikla reynslu og fjölbreytta menntun á sviði lista og leita víða fanga í listsköpunn sinni. Áhugi á list og listsköpun er það sem sameinar þær og bindur vináttuböndum. Sköpun þeirra í list er mjög mismunandi hvað varðar efni og efnistök en hugmyndina að verkefninu, Hughrifin okkar, fengu þær fyrir rúmu ári og hafa síðan unnið að verkum fyrir sýninguna,“ segir í kynningu. Sýningin stendur frá 17. maí til 7. júní og er í Hallsteinssal. En örlítið um listakonurnar:

Þrjár listakonur opna samsýninguna Hughrifin okkar - Skessuhorn