Fréttir

true

Lítið útkall en hljómaði illa

Slökkvilið, lögregla og sjúkraflutningafólk var í dag kallað út að húsi við Merkurteig á Akranesi. Skilaboð hljómuðu illa, það er að einhver væri innilokaður í eldi. Af þeim sökum var útkall á hæsta forgangi. Í ljós kom að eldur var ekki laus. Glóð hafði þó hlaupið í einangrun hvar fiktað hafði verið með glóð af…Lesa meira

true

Stemning á Skólamatarmótinu í sundi

Yngri iðkendur hjá Sundfélagi Akraness tóku þátt í Skólamatarmótinu sem fram fór í Keflavík um helgina. Þar var að vonum mikil stemning, fjör og gleði. „Fjölmargar bætingar náðust og krakkarnir sýndu glæsileg sund. Það var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með góðri liðsheild og hvetjandi andrúmslofti á meðal hópsins hjá ÍA. Enn einn sundmaður bættist í…Lesa meira

true

Stjórnarskipti og verkefnaskil í FSN

Það var mikið um að vera í síðustu viku í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Þar voru útkriftarnemendur að kynna lokaverkefni sín áður en ný stjórn nemendafélagsins var kynnt og ljósmynduð. Lögreglan á Vesturlandi mætti og lét nemendur kæla sig niður eins og áður hefur komið fram hér á vefnum. Útskrift úr skólanum fer svo fram…Lesa meira

true

Samþykktu að farið verði í formlegar sameiningarviðræður

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar síðastliðinn fimmtudag var lagt fram bréf frá verkefnisstjórn vegna óformlegra viðræðna um hugsanlega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Sambærilegt erindi var lagt fyrir sveitarstjórn Húnaþings vestra sama dag. Viðræður um mögulega sameiningu hafa staðið yfir frá því í upphafi árs. Inniheldur bréfið niðurstöðu þeirra viðræðna og tillögu verkefnisstjórnar til sveitarstjórnanna. Verkefnisstjórn…Lesa meira

true

Þrjár listakonur opna samsýninguna Hughrifin okkar

Sýningin Hughrifin okkar verður opnuð í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi laugardaginn 17. maí klukkan 14. Að sýningunni standa þrjár listakonur sem allar búa í Borgarbyggð. Það eru þær Snjólaug Guðmundsdóttir, Hulda Biering og Svanheiður Ingimundardóttir. „Þær hafa allar mikla reynslu og fjölbreytta menntun á sviði lista og leita víða fanga í listsköpunn sinni. Áhugi á…Lesa meira

true

Framkvæmdir í sundlauginni í Stykkishólmi

Vegna framkvæmda er útisvæðið við Sundlaug Stykkishólms lokað. Framkvæmdir hófust 5. maí síðastliðinn og var upphaflega gert ráð fyrir að þessum fyrsta áfanga yrði lokið fyrir 8. maí. Nú liggur fyrir að verkið tekur lengri tíma og sundlaugin verður lokuð á meðan. Opnað verður eins fljótt og auðið er og allt kapp lagt á að…Lesa meira

true

Gaddavír mun spila á stærstu metal-rokk hátíð í Evrópu

Hljómsveitin Gaddavír frá Akranesi tók þátt og sigraði í metal-rokk keppni sem fram fór í Iðnó í Reykjavík á laugardaginn. Alls voru sjö hljómsveitir sem tóku þátt en sigur veitir Gaddavír þátttökurétt á hátíðinni Wacken Open Air í Þýskalandi í sumar. Þar koma fram fjölmargar alþjóðlegar hljómsveitir og keppa um að komast í sviðsljós fjölmiðla.…Lesa meira

true

Ákærðir fyrir sérlega hættulega líkamsárás

Tveir ungir menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á mann á þrítugsaldri í skógræktinni við Klapparholt á Akranesi fyrir réttu ári síðan. Fréttavefurinn ruv.is greindi fyrst frá. Fram kemur í fréttinni að maðurinn hafi hlotið mörg beinbrot í árásinni sem var sögð sérstaklega hættuleg. Annar mannanna er á tuttugasta ári og hinn 22ja ára.…Lesa meira

true

Ráðuneytið hafnar beiðni um að sleppa vítissóta í Hvalfjörð

„Til hamingju velunnarar Hvalfjarðar,“ er fyrirsögn tilkynningar sem birt var á vef Kjósarhrepps í gær. Þar er vísað til niðurstöðu utanríkisráðuneytisins þess efnis að ráðuneytið hafi úrskurðað um beiðni Rastar sjávarrannsóknaseturs og hafnað beiðni fyrirtækisins um leyfi til að sleppa vítissóta í Hvalfjörð. Málið hefur verið afar umdeilt meðal íbúa beggja vegna fjarðar frá því…Lesa meira

true

Egill mun sjá um hveititilraunir á Hvanneyri

Egill Gunnarsson hefur verið ráðinn umsjónarmaður hveititilrauna við deild Ræktunar og fæðu við LbhÍ á Hvanneyri. Þetta kemur fram á heimasíðu skólans. Egill er búfræðingur og með BS próf í búvísindum frá LbhÍ. Hann starfaði sem bústjóri Hvanneyrarbúsins frá árinu 2015 og fram á þetta vor. Egill mun hafa umsjón með hveititilraunum sem er hluti…Lesa meira