Fréttir
Hvammstangi er stærsti þéttbýliskjarni Húnaþings vestra með um 550 íbúa og þar af leiðandi stærsti þéttbýlisstaður ef til sameiningar kemur.

Samþykktu að farið verði í formlegar sameiningarviðræður

Á fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar síðastliðinn fimmtudag var lagt fram bréf frá verkefnisstjórn vegna óformlegra viðræðna um hugsanlega sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra. Sambærilegt erindi var lagt fyrir sveitarstjórn Húnaþings vestra sama dag. Viðræður um mögulega sameiningu hafa staðið yfir frá því í upphafi árs. Inniheldur bréfið niðurstöðu þeirra viðræðna og tillögu verkefnisstjórnar til sveitarstjórnanna. Verkefnisstjórn leggur til að gengið verði til formlegra viðræðna um sameiningu. Skemmst er frá því að segja að báðar sveitarstjórnirnar samþykktu samhljóða að hefja formlegar viðræður.

Samþykktu að farið verði í formlegar sameiningarviðræður - Skessuhorn