Íþróttir
Hressir þátttakendur. Ljósm. SA

Stemning á Skólamatarmótinu í sundi

Yngri iðkendur hjá Sundfélagi Akraness tóku þátt í Skólamatarmótinu sem fram fór í Keflavík um helgina. Þar var að vonum mikil stemning, fjör og gleði. „Fjölmargar bætingar náðust og krakkarnir sýndu glæsileg sund. Það var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með góðri liðsheild og hvetjandi andrúmslofti á meðal hópsins hjá ÍA. Enn einn sundmaður bættist í hópinn sem hefur tryggt sér þátttökurétt á Aldursflokkameistaramótinu. Karen Anna Orlita synti undir lágmarki fyrir framtíðarhóp Sundsambands Íslands. Við óskum öllum iðkendum innilega til hamingju með frammistöðuna og hlökkum til að fylgjast með frekari framförum á komandi mótum,“ segir Kjell Wormdal þjálfari hjá SA. Hann segir að næsta verkefni verðir Vit-Hit leikarnir sem haldnir verða á Akranesi dagana 30. maí til 1. júní.

Stemning á Skólamatarmótinu í sundi - Skessuhorn