Fréttir

true

Snæfell tapaði gegn Selfossi

Snæfellskonur fengu lið Selfoss í heimsókn á föstudagskvöldið í 1. deildainni í körfu. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrsta leikhluta og í lok hans var staðan jöfn 19-19. Í öðrum leikhluta náðu gestirnir yfirhöndinni og í hálfleik var staðan 25-33 þeim í vil. Áfram jókst forskot gestanna í síðari hálfleik og þegar flautað var til…Lesa meira

true

Kynþroska loðnu að finna á stóru svæði

Floti rannsóknar- og veiðiskipa sem leitað hefur loðnu við landið undanfarna daga hefur fundið kynþroska loðnu á stóru svæði norður og austur af landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Leiðangrinum er ekki að fullu lokið því svæðið út af Vestfjörðum er ókannað. Loðnan var dreifð yfir stóran hluta yfirferðarsvæðisins. Mesti þéttleikinn var í…Lesa meira

true

Aldrei fleiri samtöl til RKÍ vegna sjálfsvígshugsana

Á síðasta ári var 1.728 sinnum haft samband við 1717, Hjálparsíma Rauða krossins, vegna sjálfsvígshugsana. Er það oftar en nokkru sinni áður. „Árið 2024 voru slík samtöl 1.035 talsins og er aukningin milli ára því 67%. „Þrátt fyrir að hafa reglulega yfir árið tekið saman tölur um fjölda sjálfsvígssamtala sem berast 1717, og vera meðvituð…Lesa meira

true

Landinn kaupir meira í erlendri netverslun

Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarlega tölur um erlenda netverslun á innri vef sínum, veltan.is. Nú hafa tölur nóvembermánaðar verið birtar og má sjá að netverslun jókst um rúm 13% í nóvember 2025 miðað við sama mánuð 2024. Erlend netverslun í nóvember nam rúmum 3,6 milljörðum. Fatnaður er sem fyrr stærsti einstaki liður erlendrar netverslunar og nemur…Lesa meira

true

Stjörnuleikar voru haldnir á Akranesi í dag

Starfsfólk frá Ungmennafélagi Íslands hefur undanfarnar vikur verið á ferðinni um landið til að kynna íþróttir fyrir alla. Í dag var röðin komin að Akranesi þar sem fram fóru svokallaðir Stjörnuleikar í samráði við Íþróttabandalag Akraness í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Í boði var skemmtilegur íþróttadagur fyrir börn og ungmenni að 18 ára aldri með sérþarfir…Lesa meira

true

Undirbúningur að uppbyggingu sjóbaða í Krossavík vel á veg kominn

Um miðjan þennan mánuð fór fram kynningarfundur í Rifi þar sem staða verkefnisins Sjóböðin í Krossavík var kynnt fyrir íbúum og öðrum gestum. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur verkefni þetta verið í undirbúningi undanfarin fimm ár og fengið góðan stuðning úr opinberum sjóðum til fjármögnunar viðskiptaáætlunar. Nú hillir undir að framkvæmdir…Lesa meira

true

Hvalfjarðarsveit undirbýr gerð viðamikilla stíga

Hvalfjarðarsveit hefur í undirbúningi að ráðast í viðamikla gerð göngu- og reiðhjólastíga í sveitarfélaginu. Málið var rætt á fundi umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar (USNL) sveitarfélagsins í síðustu viku. Þar var rætt um fund sem starfsfólk umhverfis- og skipulagsdeildar sveitarfélagsins átti með fulltrúum Vegagerðarinnar á dögunum um málið. Þar var meðal annars rætt um gerð…Lesa meira

true

Fjarlægðu gamla stíflu í Melsá í Ytri Hraundal

Open Rivers Programme, styrktarsjóður til að styðja við áætlanir um að fjarlægja manngerðar stíflur í árfarvegum, styrkti félagið Fuglavernd árið 2025 til að fjarlægja stíflu í ánni Melsá í Ytri-Hraundal. „Markmið okkar með þessari framkvæmd var að endurheimta vatnasvæði árinnar fyrir fugla og fiska, og gera sjóbirtingi kleift að ferðast upp hana. Samstarfsaðilar okkar voru…Lesa meira

true

Landskjörstjórn vill skoða möguleika þess að telja daginn eftir kjördag

Landskjörstjórn hefur skilað skýrslu sinni um undirbúning og framkvæmd alþingiskosninga sem fram fóru 30. nóvember 2024. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni eru hugleiðingar nefndarinnar um möglegar úrbætur á framkvæmd kosninga. Meðal þeirra atriða sem nefnd eru í skýrslunni er framkvæmd talningar atkvæða. Líkt og alþjóð veit hefur um árabil verið hafist handa við…Lesa meira

true

Þekkir þú rauðu ljósin?

Fræðsluerindi í boði Barnaheilla um kynferðisofbeldi gegn börnum Barnaheill – Save the Children á Íslandi býður upp á opið fræðsluerindi um kynferðisofbeldi gegn börnum fimmtudaginn 29. janúar kl. 14:00 – 15:30. Fundurinn verður rafrænn og aðgangur er ókeypis. „Barnaheill býður upp á þessa fræðslu nú til að bregðast við þeim fjölda kynferðisbrotamála gegn börnum sem…Lesa meira