Landinn kaupir meira í erlendri netverslun

Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarlega tölur um erlenda netverslun á innri vef sínum, veltan.is. Nú hafa tölur nóvembermánaðar verið birtar og má sjá að netverslun jókst um rúm 13% í nóvember 2025 miðað við sama mánuð 2024. Erlend netverslun í nóvember nam rúmum 3,6 milljörðum. Fatnaður er sem fyrr stærsti einstaki liður erlendrar netverslunar og nemur rúmum einum og hálfum milljarði króna. Á sama tíma á innlend fataverslun í vök að verjast því samdráttur í sölu innanlands nam 2,7% á fyrstu tíu mánuðum ársins 2025.