Sjóböðin í Krossavík verða um hálfan kílómetra vestan við Hellissand. Ljósm. Krossavik.com

Undirbúningur að uppbyggingu sjóbaða í Krossavík vel á veg kominn

Um miðjan þennan mánuð fór fram kynningarfundur í Rifi þar sem staða verkefnisins Sjóböðin í Krossavík var kynnt fyrir íbúum og öðrum gestum. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur verkefni þetta verið í undirbúningi undanfarin fimm ár og fengið góðan stuðning úr opinberum sjóðum til fjármögnunar viðskiptaáætlunar. Nú hillir undir að framkvæmdir hefjist. Enn á þó eftir að afla hlutafjárloforða fyrir um 200 milljónir króna.